Fréttir
  • Frá opnun tilboða í Bolungarvíkurgöng

ÍAV og Marti Contractors buðu lægst í Bolungarvíkurgöng

Opnun tilboða í Bolungarvíkurgöng

22.1.2008

Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í gerð Bolungarvíkurganga, tilboð þeirra hljóðaði uppá 3.479.000.000.- kr eða tæpa þrjá og hálfan milljarð króna

Tilboð í Bolungarvíkurgöng (Óshlíðargöng) voru opnuð hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík í dag 22. janúar kl. 14:15.

Vegagerðin auglýsti síðsumars eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um er að ræða 8,7 m breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 m langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja um 15 m langra steinsteyptra brúa.

Fimm verktakar og verktakahópar óskuðu eftir því að taka þátt í forvalinu. Fjórir voru valdir, og buðu þeir eftirfarandi:

Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík og Marti Contractors Ltd., Sviss;

3.479.000.000,- eða 87,88% af áætluðum verktakakostnaði

 

Metrostav a.s., Tékkland og Háfell ehf., Reykjavík;

5.994.947.894,- eða 151,43% af áætluðum verktakakostnaði

 

Ístak hf., Reykjavík;

3.988.415.815,- eða 100,74% af áætluðum verktakakostnaði

 

Leonhard Nilsen & Sønner As., Noregur og Héraðsverk ehf., Egilsstaðir;

3.667.297.368,- eða 92,63% af áætluðum verktakakostnaði

 

Áætlaður verktakakostnaður var 3.950.000.000,-