Fréttir
  • Sæfari á reynslusiglingu

Samið við Slippinn Akureyri

skrifað var undir samning 8. janúar

9.1.2008

Þriðjudaginn 8. janúar var skrifað undir samning við Slippinn Akureyri um lokaendurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara.

Samningsupphæðin er 12.966.300,- kr samkvæmt tilboði Slippsins Akureyri sem átti lægsta tilboðið.

Reiknað er með að vinna hefjist á Akureyri 15. janúar og að skipinu verði siglt norður föstudaginn 11. janúar. Miðað er við að vinna verkið á þremur vikum. Fljótlega að því loknu ætti hinn nýi Sæfari að geta hafið reglulegar siglingar milli Grímseyjar og Dalvíkur.