Fréttir
  • Óskar Örn Guðbrandsson tekur við styrknum

Starfsmenn Vegagerðarinnar styrkja SKB

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fá 100 þúsund kr

20.12.2007

Starfsmenn á stjórnsýslusviði Vegagerðarinnar tóku allir þátt í vinnustaðagreiningu Capacents Gallups og hlutu þess vegna 100 þúsund krónur í verðlaun rétt eins og starfsmenn þróunarsviðs. Starfsmennirnir ákváðu að gefa féð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Óskar Örn Guðbrandsson framkvæmdastjóri SKB tók við styrknum í húsakynnum Vegagerðarinnar í gær miðvikudag 19. desember.

SKB var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Félagið er ekki rekið í ágóðaskyni en starfar fyrst og fremst sem sjálfshjálparhópur fjölskyldna barna sem fengið hafa krabbamein.

Tilgangur SKB er að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra á öllum sviðum innan sjúkrahúsa og utan.

Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi. Markmiðið með stofnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var m.a. að styðja við bakið á þeim og aðstandendum þeirra bæði fjárhagslega og félagslega.