Fréttir
  • Jón Rögnvaldsson

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri lætur af störfum 1. mars

eftir 43 ára samfellt starf

11.12.2007

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum 1. mars næstkomandi.

Þá lýkur fimm ára ráðningartímabili hans sem vegamálastjóra. Hann hefur þegar tilkynnt samgönguráðherra ákvörðun sína.

Jón telur heppilegt að láta af störfum á þessum tímapunkti, eftir ríflega 43 ára samfellt starf hjá Vegagerðinni. Jón verður þá orðinn 69 ára gamall.

Samkvæmt lögum skipar ráðherra nýjan vegamálastjóra til fimm ára frá og með 1. mars.