Fréttir
  • Ráðstefnugestir í kaffihléi

Erindi frá rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar komin á vefinn

14.11.2007

Yfir 150 manns sóttu 6. ráðstefnu um rannsóknir Vegagerðarinnar, sem haldin var á Hilton Hotel Nordica þann 2. nóvember síðastliðinn.

Á ráðstefnunni voru kynnt 20 verkefni sem hafa fengið styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar á þessu og síðasta ári. Það er þó aðeins hluti af þeim fjölda verkefna sem fá styrk, en á hverju ári undanfarið hefur ríflega 100 milljónum króna verið veitt í yfir 100 verkefni. Umsóknir hafa þó alltaf verið mun fleiri og oft þurft að hafna góðum verkefnum.

Í vegalögum er bundið að 1% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar skuli renna í rannsókna og með nýjum vegalögum sem taka gildi um næstu áramót er þetta hækkað í 1,5%. Þetta mun hafa áhrif á rannsóknasjóðinnm frá og með árinu 2009, þannig að þá verður hægt að sinna fleiri umsóknum en áður.

Skýrslur og niðurstöður rannsókna eru birtar á vefnum jafnóðum og þær liggja fyrir hér:
Upplýsingar og útgáfa => Rannsóknarskýrslur.

Nú er hægt að nálgast ágrip af erindum á ráðstefnunni og einnig hægt að skoða glærur sem fyrirlesarar notuðu, sjá hér fyrir neðan.

Ráðstefnugestir 2007 Ráðstefnugestir 2007

Dagskrá ráðstefnunnar með erindum og ágripum:

Dagskrá

08:00-09:00 Skráning
09:00-09:15 Setning (Þórir Ingason, Vegagerðin)

Mannvirki

09:15-09:30 Hönnun hljóðvarna í þéttbýli: viðhorf til sjónrænnar upplifunar (Kristín Þorleifsdóttir, Hornsteinar arkitektar) ágrip
09:30-09:45 Steinsteypunefnd í 40 ár (Hákon Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Rb) ágrip
09:45-10:00 Grænt asfalt (Sigursteinn Hjartarson, Vegagerðin) ágrip
10:00-10:15 Kvörðun frostdýptarmæla út frá falllóðsmælingum á vegum (Skúli Þórðarson, Vegsýn og Nicolai Jónasson, Vegagerðinni) ágrip
10:15-10:45 Kaffi
10:45-11:00 Skráning vettvangsupplýsinga í handtölvu (Haukur Garðarsson, VGK-Hönnun og Hersir Gíslason, Vegagerðinni) ágrip
11:00-11:10 Umræður og fyrirspurnir

Umferð

11:10-11:25 EuroRAP og umhverfi vega (Ólafur Kr. Guðmundsson, FÍB) ágrip
11:25-11:40 Útafakstur og bílveltur (Sævar Helgi Lárusson, Rannsóknanefnd umferðaslysa) ágrip
11:40-11:55 Óhappatíðni í beygjum og langhalla (Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun og Einar Pálsson, Vegagerðinni) ágrip
11:55-13:00 Matur
13:00-13:15 Ferilgreining, þungaálag og þungaskattur (Björn Ólafsson, Vegagerðin) ágrip
13:15-13:30 Vettvangsskráning (Ásbjörn Ólafsson, Vegagerðin) ágrip
13:30-13:45 Aldraðir í umferðinni (Dagbjört H. Kristinsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg) ágrip
13:45-13:55 Umræður og fyrirspurnir

Umhverfi og samfélag

13:55-14:10 Svifryksmengun í Reykjavík (Þorsteinn Jóhannsson, Umhverfisstofnun) ágrip
14:10-14:25 Tengsl umferðar við styrk svifryksmengunar (Þröstur Þorsteinsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands) ágrip
14:25-14:40 Landris og eldvirkni vegna rýrnunar Vatnajökuls: Áhrif á hönnun mannvirkja og vegakerfis (Freysteinn Sigmundsson, HÍ) ágrip
14:40-14:55 Volcanogenic hazards and resultant risks to road systems and infrastructure: preliminary assessments at Snæfellsjökull (Kate Smith, HÍ) ágrip
14:55-15:25 Kaffi
15:25-15:40 Könnun á hegðun Skaftárhlaupa með mælingum á hita og vatnsborði í Skaftárkötlum (Þorsteinn Þorsteinsson, Orkustofnun) ágrip
15:40-15:55 Tourists visiting Þórsmörk lack knowledge and awareness of Katla and jökulhlaup hazard. (Deanne Bird, Guðrún Gísladóttir og Dale Dominey-Howes, Háskóla Íslands) ágrip
15:55-16:10 Leiðbeiningar Vg fyrir skipulagshöfunda (Smári Johnsen, VSÓ) ágrip
16:10-16:25 Ferðamennska við Laka (Anna Dóra Sæþórsdóttir, HÍ) ágrip
16:25-16:40 Áhættu- og áfallaþolsgreining vegakerfisins í Reykjavík (Böðvar Tómasson, Línuhönnun) ágrip
16:40-16:55 Mannvirki og loftslagsbreytingar (Þorsteinn I Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands) ágrip
16:55-17:05 Umræður og fyrirspurnir

17:05-

Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði Vegagerðarinnar


Veggspjöld:

Sjálfvirk greining á akstursvegaglengd og akstursleiðum vinnutækja - Veggspjald

Landsnet hröðunarmæla og mæld áhrif jarðskj. á brýr

Jöklabreytingar í Austur-Skaftafellssýslu - fyrr, nú og á komandi árum

Rekstur vatnshæðarmæla Vatnamælingar Orkustofnunar

Snjómælir SM4