Fréttir
  • Norðfjarðargöng - Yfirlitsmynd

Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar -Tillaga að matsáætlun

7.11.2007

Vegagerðin kynnir hér með tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Norðfjarðarvegi, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð í Suður-Múlasýslu.

Byggja á jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og í tengslum við framkvæmdina verða nýir vegir byggðir, beggja vegna gangamunnanna.

Framkvæmdin er alls um 16 km löng og nær frá Norðfjarðarvegi, sunnan Eskifjarðar, að núverandi Norðfjarðarvegi norðan Norðfjarðarár í Norðfirði.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austfjörðum og styrkja byggðarlög á Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdinni verði áfangaskipt.

Fyrstu fjárveitingar til fyrirhugaðrar framkvæmdar voru á vegaáætlun 2011-2014. Fjárveitingu til verksins hefur hinsvegar verið flýtt og koma 2009-2010. Allur undirbúningur miðast við að framkvæmdir geti hafist árið 2009.

Tillaga að matsáætlun hefur verið send Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 20. nóvember 2007. Áður er búið að kynna drög að tillögu að matsáætlun fyrir umsagnaraðilum, landeigendum og á vef Vegagerðarinnar.


Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar - Tillaga að matsáætlun