Fréttir
  • Fjoririferjunni

Grímseyjarferjan: Góður gangur

-- fundað með ÖBÍ og Grímseyingum

23.10.2007

Rífandi gangur er í endurbótunum á Grímseyjarferjunni nýju í Hafnarfjarðarhöfn þessa dagana. Verið er að ganga frá innréttingum í farþegasölunum tveimur en nýja ferjan mun geta flutt á annað hundrað farþega. Þá er einnig verið að gnaga frá lestunum tveimur þar sem nýlenduvörur og annað sem Grímseyingar þarfnast mun verða flutt sem og fiskur frá Grímsey á markað á Dalvík.

Nýja ferjan er aflmeiri en gamli Sæfari og reiknað er með að siglingin milli Dalvíkur og Grímseyjar muni taka um klukkustund skemur en nú eða um tvær og hálfa klukkustund.

Verkefnisstjórn ferjunnar átti fund með fulltrúm Öryrkjabandalagsins en aðstaða fyrir fatlaða ræðst af því að ekki er um nýsmíði að ræða og verður að taka mið af því. Þá komu fulltrúar Grímseyinga einnig á fund verkefnisstjórnarinnar og var farið yfir það sem enn má betur fara. Einnig fóru Grímseyingar með í vettvangsferð í ferjuna.

obi1

Á myndinni eru fulltrúar öryrkja, Guðmundur Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Haukur Viljhjálmsson en þau eru öll frá ferlinefnd öryrkja. Þau eru hægra megin á myndinni.


Grimseyingar

Hér má sjá fulltrúa Grímseyinga, þá Garðar Ólason og Brynjólf Árnason sveitarstjóra, einnig sést í baksvip aðstoðarvegamálastjóra og lengst til hægri er Ingilín Krismannsdóttir frá samgönguráðuneytinu.