Fréttir
  • Samningur handsalaður að lokinni undirskrift

Samið um áætlunarflug til Vestmannaeyja

skrifað undir að loknu útboði

12.10.2007

Vegamálastjóri og forstjóri Flugfélag Íslands skrifuðu undir samning um áætlunarflug á flugleiðinni Reykjavík – Vestmannaeyjar – Reykjavík föstudaginn 12. október. Samningurinn er tilkomin að undangegnu útboði.

Samkvæmt því mun Flugfélag Íslands á lágmarki fljúga tvær ferðir til Vestmannaeyja og til baka til Reykjavíkur á dag á tímabilinu 1. október til 31. maí og þrjár ferðir á dag á tímabilinu 1. júní til 30. september.

Samningurinn snýst um styrk til að stunda áætlunarflug til Vestmannaeyja og hljóðar uppá tæpar 220 milljónir króna á samningstímanum. Samningurinn gildir í 2 ár og 2 mánuði, framlengjanlegur um 2 ár til viðbótar ef aðilar ná um það samkomulagi. Samningstíminn er frá 1. nóvember 2007 til ársloka 2009.

Flugfélag Íslands mun fljúga til Vestmannaeyja með Dash 8 37 sæta flugvél sem er jafnþrýstibúin. Það voru þeir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Árni Gunnarsson forstjóri Flugfélags Íslands sem skrifuðu undir samninginn ásamt þeim Inga Þór Guðmundssyni frá FÍ og Kristínu H. Sigurbjörnsdóttur frá Vegagerðinni.