Fréttir
  • Frá umferðarkönnuninni í sumar

Umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði

fimmtudaginn 11. október og laugardaginn 13. október

10.10.2007

Vegagerðin áætlar að standa fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði, fimmtudaginn 11. október og laugardaginn 13. október 2007. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00 – 23:00 báða dagana.

Rétt er þó að geta þess að ef veðurspá verður óhagstæð gæti könnunin frestast um viku.

Tilgangur með könnuninni er að afla upplýsinga um umferð á milli einstakra staða og og svæða. Niðurstöður munu m.a. nýtast við áætlanagerð.

Framkvæmd umferðarkönnunarinnar verður með þeim hætti að allar bifreiðir sem koma að könnunarstaðnum, verða stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga. Vonast er til að vegfarendur, sem leið eiga um Öxnadalsheiði, taki starfsmönnum Vegagerðarinnar vel og jafnframt er beðist velvirðingar á töfum sem kunna að hljótast af þessum sökum.

Um reglulegar umferðakannanir Vegagerðarinnar