Fréttir
  • Leid B 2. áfangi

Ríkinu og Vegagerðinni stefnt vegna Vestfjarðavegar

landeigendur í Þorskafirði o. fl. kæra úrskurð umhverfisráðherra

2.10.2007

Breytingin á Vestfjarðavegi er hugsuð til að bæta vegasamgöngur í Reykhólahreppi og á leiðinni frá Hringveginum um sunnanverða Vestfirði til Tálknafjarðar, Patreksfjarðar og Bíldudals og áfram til Ísafjarðar.

Skipulagsstofnun felldi úrskurð 28. febrúar 2006 þar sem fallist var á alla valkosti hvað varðar 1. og 3. áfanga en stofnunin hafnaði leið B og einnig leið C. Fallist var á leið D sem má sjá neðar hér á síðunni.

Þessi úrskurður Skipulagsstofnunar var kærður til ráðherra sem féllst á leið B með skilyrðum og féll sá úrskurður 5. janúar síðastliðinn.

Þeir sem nú stefna Íslenska ríkinu og Vegagerðinni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur segja í stefnunni að á úrskurði umhverfisráðherra “séu verulegir form- og efnisannmarkar og því beri að ógilda hann”. Brotið hafi verið með úrskurðinum gegn stjórnsýslulögum og reglum um mat á umhverfisáhrifum. Meðal annars hafi ráðherra látið hjá líða að tryggja áreiðanleika og gæði þeirra upplýsinga sem hún byggði niðurstöðu sína á.

“Stefnendur telja að umhverfisráðherra hafi ekki farið að lögum við meðferð og úrlausn málsins og að verulegum hagsmunum þeirra verði stefnt í voða verði vegurinn lagður um Teigskóg auk þess sem vegalagningin muni hafa veruleg óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér,” segir í stefnunni.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. október..

Leid_D_2._afangi