Fréttir
  • Hringtorgið á Vesturlandsvegi

Nýtt hringtorg við Þingvallaveg

vinnu við hringtorgið lauk í dag 7. september

7.9.2007

Í byrjun júní hófst vinnan við hringtorgið og tók því rétta þrjá mánuði að ljúka því. Unnið var bæði daga og nætur. Næturvinnan var til þess að létta á umferðinni á daginni enda um einn umferðarmesta kafla vegakerfisins að ræða. Hringtorg á þessum stað mun auðvelda umferð af Þingvallaveginum inná Vesturlandsveginn og auka umferðaröryuggi til muna. Ístak var verktakinn en fjölhönnun sá um eftirlitið. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Hafstein Gunnarsson Ístaki, Júlíus Þór Júlíusson Fjölhönnun, mikael J. traustason Fjölhönnun, Þröst Sívertsson ístaki, Jóhann J. Bergmann Vegagerðinni og Friðbert Pálsson Ístaki.Hringtorg mannskapurHringtorg skilti