Fréttir
  • Jukka Hirvelä afhendir Rögnvaldi Svaninn

Rögnvaldur Jónsson fékk Svaninn

Svanurinn er heiðursverðlaun Norræna vegtæknisambandsins

29.8.2007

Rögnvaldur Jónsson hóf störf hjá Vegagerðinni 1967. Hann lét til sín taka hjá Norræna vegtæknisambandinu fyrst á árinu 1978 sem ritari nefndar 33 sem fjallar um bundið slitlag. Þar var hann ritari til áramótanna 1994-1995 þegar hann varð ritari Íslands í NVF samstarfinu. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á norrænu samstarfi og unnið af krafti því til framdráttar. Það var Jukka Hirvelä formaður NVF sem afhenti Rögnvaldi Svaninn, heiðursverðlaun Norræna vegtæknisambandsins.