Fréttir
  • Vegavinna í Mjóafirði

Athugasemd frá Vegagerðinni

send fjölmiðlum 23. ágúst 2007

23.8.2007

Af gefnu tilefni vill Vegagerðin taka það fram að í árslok 2006 var staða Vegagerðarinnar gagnvart ríkissjóði jákvæð um tæplega 630 milljónir króna. Í heild hefur Vegagerðin ekki farið fram úr fjárheimildum sínum.

Hinsvegar vill svo til að Vegagerðin er í bókhaldi ríkisins rekin á tveimur númerum, 10-211 og 10-212.

Á lið 10-211 er að megninu til um að ræða rekstur og þjónustu. Á þennan lið fellur allur rekstur ferjanna og stofnkostnaður þeirra. Einnig vetraþjónusta, umferðareftirlitið og upplýsingaþjónustan, svo dæmi séu tekin.

Á lið 10-212 er að megninu til stofnkostnaður annarsvegar og viðhald hinsvegar þ.e.a.s nýir vegir, jarðgöng, girðingar, endurnýjun bundinna slitlaga og styrkingar, svo dæmi séu tekin.

Sé einungis horft á lið 10-211 er halli á honum sem nemur rúmum 550 milljónum króna en hinsvegar er liður 10-212 jákvæður sem nemur tæplega 1.180 milljónum króna, þannig að í heild er Vegagerðin í plús sem nemur tæpum 630 milljónum króna.

Ástæður þess að liður 10-211 er í mínus er fyrst og fremst vegna ferja, um 300 milljónir króna vegna Grímseyjarferju en þar er verið að nota ónýttar fjárheimildir aðrar, samkvæmt samkomulagi samgönguráðueytis, fjármálaráðuneytis og Vegagerðarinnar. Halli er einnig á rekstri ferjanna sökum þess að þjónusta hefur verið aukin (ferðum til dæmis fjölgað) án þess að fjárveitingar hafi verið auknar til þess liðar. Sama á einnig við um vetrarþjónustuna en eðlilega hefur almenningur og stjórnmálamenn gert auknar kröfur um meiri þjónustu (halda vegum oftar og lengur opnum). Fjárveiting kom til vetraþjónustunnar aukalega á fjáraukalögum árið 2005 án þess þó að fjárveiting væri aukin á næstu fjárlögum á eftir.

Þá er rétt að taka fram að þótt Vegagerðin nýti ónýttar fjárheimildir til að greiða fyrir Grímseyjarferju hefur það ekki leitt til neinna tafa á öðrum framkvæmdum í vegagerð né hefur verið hætt við fyrirfram ákveðnar framkvæmdir.

Þessi athugasemd var send fjölmiðlum þann 23. ágúst 2007.