Fréttir
  • Frá stjórnarfundi Norræna vegtæknisambandsins

Stjórnarfundur Norræna vegtæknisambandsins

haldinn í Reykjavík í ágúst 2007

8.8.2007

Virkir félagar í NVF eru um 800 talsins en aðal vinnan fer fram í um 20 nefndum. Nefndirnar halda ráðstefnur og málþing þar sem meðal annars eru kynntar rannsóknir, sem fram fara innan vegagerða Norðurlandanna og fyrirtækja sem koma að vegagerð og samgöngum í hinni víðustu merkingu.

Norræna vegtæknisambandið heldur úti öflugum vefsíðum þar sem finna má niðurstöður af starfi nefndanna ásamt ýmsum öðrum fróðleik. NVF var stofnað árið 1935 af fagfólki innan vegagerða og samgangna í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Nefndunum er skipt í fimm meginflokka auk sérnefnda.

Þá heldur NVF úti öflugum vef, þar sem finna má efni sem nefndirnar hafa gefið út í tenglsum við ráðstefnur og rannsóknir.

Vefur NVF

Vefur Via Nordica 2008nvf-logo