Fréttir
  • Nörðfjarðargöng - teikning

Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar - Drög að tillögu að matsáætlun

Flýtiframkvæmd

26.7.2007

Vegagerðin kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Norðfjarðarvegi, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð í Suður-Múlasýslu. Byggja á jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og í tengslum við framkvæmdina verða nýir vegir byggðir, beggja vegna gangnamunnanna.

Framkvæmdin er alls um 16 km löng og nær frá Norðfjarðarvegi, sunnan Eskifjarðar, að núverandi Norðfjarðarvegi norðan Norðfjarðarár í Norðfirði. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austfjörðum og styrkja byggðarlög á Austurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdinni verði áfangaskipt.

Fyrstu fjárveitingar til fyrirhugaðrar framkvæmdar voru á vegáætlun 2011-2014. Fjárveitingu til verksins hefur hinsvegar verið flýtt og koma 2009-2010. Allur undirbúningur miðast við að framkvæmdir gefi hafist árið 2009. Framkvæmdaraðili er Vegagerðin sem ber ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Matsáætlun fyrir framkvæmdina er unnin skv. lögum nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Vegagerðin hefur skilgreint rannsóknarsvæði meðfram þeim veglínum sem til skoðunar eru. Almenningur og umsagnaraðilar geta komið á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum um matsáætlunina og gefið ábendingar um hvernig staðið skuli að einstökum þáttum matsvinnunnar, t.d. varðandi hvort rannsóknir nái til nauðsynlegra umhverfisþátta og fyrirhugaðar kynningar séu nægilegar.

Hægt er að senda tölvupóst til: sj@vegagerdin.is. Hringja í síma 522 1836 (Sóley) eða 522 1838 (Magnús). Þá er auk þess hægt að senda skriflegar athugasemdir til: Vegagerðin b.t. Sóleyjar Jónasdóttur Miðhúsavegi 1 600 Akureyri

Teikningar og drögin að tillögu að matsáætlun