Fréttir
  • Umferð - hringtorg

Umferð á þjóðvegum 2006

Nýjar tölur

9.7.2007

Upplýsingar um umferð á þjóðvegum liggja nú fyrir hér. Heildarakstur á þjóðvegum var tæplega 2121 milljón eknir km. Aukning umferðar milli áranna 2005 og 2006 reyndist vera 6,0% eða sú sama og milli áranna 2004 og 2005. Til samanburðar má geta þess að umferðaraukning var 3,4% að meðaltali á ári á tímabilinu 1999-2004.

Rúm 57% af akstrinum voru á þjóðvegum í dreifbýli en rúm 36% á þjóðvegum á höfuðborgarsvæðinu. Afgangurinn var svo á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins.Umferð á þjóðvegum 2006

Eldri tölur og skýrslur um umferðina á þjóðvegunum.