Fréttir
  • Göngum gegn slysum

Göngum gegn slysum

25.6.2007

Hjúkrunarfræðingar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi standa fyrir fjöldagöngu þriðjudaginn 26. júní í þeim tilgangi að vekja almenning til umhugsunar um afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja.

Safnast verður saman við sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut, Eiríksgötumegin, og lagt af stað kl. 17:00. Gengið verður fram hjá slökkvistöðinni við Öskjuhlíð og áfram sem leið liggur að þyrlupallinum við LSH í Fossvogi.

Þeir sem starfa að umferðaröryggismálum hjá Vegagerðinni hafa lýst yfir stuðningi við þetta framtak hjúkrunarfræðinganna og hvetja sem flesta til að taka þátt í göngunni.

Sjá einnig fréttina "Ganga gegn slysum" á vef Landspítala.