Fréttir
  • Óshlíðargöng - Skarfaskersleið

Óshlíðargöng, forval

20.6.2007

Vegagerðin hefur auglýsir eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega.

Um er að ræða 8,7 m breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 m langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja um 15 m langra steinsteyptra brúa.

Tilboð verða væntanlega opnuð eftir áramót og framkvæmdir hefjast næsta vor.

Göngin verða líklega opnuð fyrir umferð 2010.