Fréttir
  • Hringvegur - Gatnamót við Þingvallaveg

Hringvegur - Gatnamót við Þingvallaveg

29.5.2007

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við gerð hringtorgs á gatnamótum Hringvegar (Vesturlandsvegar) og Þingvallavegar.

Verið er að vinna að uppsetningu varúðarmerkja vegna framkvæmdarinnar.

Meðan á verkinu stendur má búast við tímabundnum truflunum á umferð og eru vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu varúð við akstur um svæðið.

Frá byrjun júlí verður ekki leyfð vinna við verkþætti er trufla umferð um helgar, þ.e. frá hádegi á föstudögum og sunnudögum.

Samkvæmt áætlun á verkinu að vera að fullu lokið í fyrstu viku september.