Fréttir
  • Vegalög 2007

Ný vegalög

29.3.2007

Vegagerðin starfar samkvæmt vegalögum nr. 45/1994.

Alþingi samþykkti ný vegalög þann 17.03.2007.  Lögin taka gildi 01.01. 2008

Fyrir þá sem vilja kynna sér breytingar á lögunum er nú hægt að skoða lögin hér á vef Vegagerðarinnar, eða á vef alþingis: http://www.althingi.is/altext/133/s/1384.html

5. grein laganna er töluvert breytt og hljóðar nú svo:

5.gr.
Vegagerðin.

Helstu verkefni Vegagerðarinnar eru sem hér segir:

a. Veghald þjóðvega.
b. Aðstoð við ráðherra við mótun og framkvæmd stefnu stjórnvalda í samgöngumálum.
c. Vinna í samræmi við markmið samgönguáætlunar hverju sinni.
d. Skipting fjárveitinga til annarra vega en þjóðvega sem ætlaðir eru til almennrar umferðar og kostaðir eru af fé ríkisins, allt eftir nánari staðfestingu ráðherra.
e. Umsjón með rannsóknum og þróun á sviði vegamála.
f. Rekstur ferja og flóabáta sem koma í stað þjóðvegasambands.
g. Umsjón og eftirlit með útboðum á almenningssamgöngum sem njóta ríkisstyrkja.
h. Umsjón með leyfisskyldri starfsemi samkvæmt öðrum lögum.

Vegagerðinni er heimilt, með samþykki samgönguráðherra, að stofna félag eða félög sem hafa það hlutverk að sinna framkvæmda- og þjónustuverkefnum stofnunarinnar. Vegagerðin fer með önnur verkefni sem leiðir af lögum þessum og öðrum lögum. Ráðherra skal kveða nánar á um verkefni og verksvið Vegagerðarinnar með reglugerð.