Fréttir
  • Umsóknarfrestur útrunninn

Umsóknir í rannsóknasjóð Vegagerðarinnar

13.2.2007

Frestur til að skila inn umsóknum um fjárveitingu úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2007, rann út þann 5. febrúar síðastliðinn.

Alls bárust 159 umsóknir og heildarupphæð umsókna var um 320 milljón krónur. Sjóðurinn hefur 117 milljónir til ráðstöfunar árið 2007.

Rannsóknaráð Vegagerðarinnar fjallar nú um umsóknirnar og vonast er til að úthlutun verði lokið um mánaðarmótin febrúar/mars næstkomandi.