Fréttir
  • Stofnun SOV

Samtök opinberra verkkaupa (SOV) stofnuð

4.12.2006

Þann 1. desember 2006 var haldinn stofnfundur SOV – Samtaka opinberra verkkaupa. SOV er samstarfsvettvangur opinberra aðila á Íslandi, sem stunda kaup á verkum og þjónustu þeim tengdum. Aðild að samtökunum geta átt ríkisstofnanir og sveitarfélög.

Stofnaðilar SOV eru Framkvæmdasýslan, Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar, Siglingastofnun og Vegagerðin.

Tilgangur SOV er:

  • Að vera samtök opinberra aðila á Íslandi, sem stunda kaup á verkum og þjónustu þeim tengdum.
  • Að beita sér fyrir aukinni gæðavitund við mannvirkjagerð á Íslandi og innleiðingu gæðastjórnunar við verklegar framkvæmdir.
  • Að leggja áherslu á öryggis- heilbrigðis- og umhverfismál sem tengjast verklegum framkvæmdum.
  • Að vera leiðandi í samræmingu og þróun aðferða og gagna sem tengjast útboðum á verklegum framkvæmdum og þjónustu þeim tengdum.
  • Að taka þátt í innlendu og alþjóðlegu samstarfi er snýr að stöðlun, hagræðingu og þróun í mannvirkjagerð.
  • Að stuðla að ráðstefnum á sviði mannvirkjagerðar sem taka á gæðavitund, öryggi, heilbrigði, umhverfi og samræmingu útboðsgagna í verklegum framkvæmdum

Fyrstu stjórn samtakanna skipa:

Óskar Valdimarsson, Framkvæmdasýslunni
Guðmundur Pálmi Kristinsson, Reykjavíkurborg
Rögnvaldur Gunnarsson, Vegagerðinni

Stofnadilar_SOV

Frá stofnfundi SOV - Samtaka opinberra verkkaupa, frá vinstri Gísli Viggósson Siglingastofnun,
Rögnvaldur Gunnarsson Vegagerðinni, Óskar Valdimarsson Framkvæmdasýslu ríkisins og
Guðmundur Pálmi Kristinsson Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.