Fréttir
  • Skjaldarmerki

Drög að vegalögum til umsagnar

26.10.2006

Nefnd sem skipuð var að samgönguráðherra 17. janúar 2006 til að endurskoða vegalög nr. 45/1994 hefur skilað niðurstöðum í formi frumvarps til nýrra vegalaga.

Þrír nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara og skiluðu séráliti sem er að finna sem fylgiskjal með frumvarpinu.

Nefndarálitið ásamt skýringum er hér með lagt fram á vef samgönguráðuneytisins til umsagnar þeirra sem áhuga hafa.

Umsagnir þurfa að hafa borist samgönguráðuneytinu í síðasta lagi 8. nóvember. Umsagnir óskast sendar á tölvupóstfangið postur@sam.stjr.is eða með pósti á Hafnarhúsið við Tryggvagötu, 150 Reykjavík.