Fréttir
  • Skjaldarmerki

Undirbúningur samgönguáætlunar 2007 - 2018

20.10.2006

Vinna við samgönguáætlun 2007 - 2018 er á lokastigi en ráðgert er að leggja hana fyrir Alþingi nú í haust.

Í samgönguáætlun er sett fram stefnumótun og helstu markmið sem unnið skal að, grunnnet samgöngukerfisins er skilgreint, sett fram áætlun um fjáröflun til samgöngumála og yfirlit um útgjöld til allra helstu þátta í rekstri samgöngustofnana, svo og viðhalds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála.

Gögn tengd samgönguáætlun og vinnu við hana má finna á vef samgönguáætlunar.

Tilgangur samgönguráðuneytisins með þeirri nýbreytni að birta þessi gögn saman á einum stað, er að auðvelda aðgang að áætluninni, ásamt því að veita upplýsingar og fróðleik um í hvað henni felst og annað í tengslum við hana.Samgönguvefur

Eru lesendur hvattir til að kynna sér áætlunina, eða einstaka kafla hennar sem snertir þá, eða þeir hafa áhuga á.

Lesendur eru einnig hvattir til að kynna sér annað efni vefsins, sem tengist hinum ýmsu þáttum samgöngumála og stofnana samgönguráðuneytisins, sem starfa að samgöngumálum.


Sjá einnig Samgönguáætlun/vegáætlun hér á vefnum.