Fréttir
  • Oshyrna - mælingar

Greinargerð um hrun úr Óshyrnu yfir vegi um Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals

24.7.2006

Þessa dagana eru enn til umræðu mælingar sem Veðurstofan stendur fyrir á sprungu uppi á Óshyrnu yfir vegi um Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Búið er að mæla gliðnun sprungunnar þetta árið og mælist um 5 mm, eða helmingi meiri en undanfarin ár.

Sett hefur verið fram lýsing á versta hugsanlega atburði, það er að stór spilda losni í einu lagi sem valdi mjög miklu hruni úr fjallinu. Starfsmenn Veðurstofu hafa gert því skóna að þessi atburður gæti vel orðið innan 10 ára. Þetta virðast þó vera mjög ólíkleg atburðarás.

Gísli Eiríksson verkfræðingur og Ágúst guðmundsson jarðfræðingur hafa skrifað stutta greinargerð og gert grein fyrir annarri atburðarás sem þeir telja mögulega og líklegasta. Það er að hrun úr Óshyrnunni haldi áfram a.m.k næsta áratug með svipuðum hætti og verið hefur síðustu áratugi. Það merkir að þótt spilda við brúnina mjakist fram, verði áfram hrun úr bæði brúninni og klettabeltum neðar í fjallshlíðinni.

Hrun úr Óshyrnu - Möguleg atburðarrás