Fréttir
  • Hringvegur um Hornafjarðarfljót

Hringvegur um Hornafjarðarfljót í Hornafirði

Drög að tillögu að matsáætlun

10.7.2006

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra breytinga á Hringvegi um Hornafjarðarfljót í sveitarfélaginu Hornafirði. Framkvæmdin er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóts, yfir Hornafjarðarfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði.

Framkvæmdin styttir Hringveginn um 10-12 km. Tilgangur framkvæmdar er að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðalög á Suðaustur- og Austurlandi með bættu vegasambandi á Hringvegi.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt hér á vefnum, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum og getur almenningur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 31. júlí 2006.