Fréttir
  • Geir Jónsson

Miðdalsgil á Bröttubrekku

10.4.2006

Þegar nýr vegur var lagður yfir Bröttubrekku 2001-2003 var ráðgert að rífa gömlu brúna yfir Miðdalsgil á Bröttubrekku.

Geir Jónsson í Dalsmynni, Þór Konráðsson hjá Arnarfelli ehf. og fleiri góðir menn höfðu hins vegar áhuga á að lagfæra brúna og koma henni í upphaflegt horf. Fór svo að Geir fékk brúna til varðveislu með leyfi landeiganda sem er Stafholtskirkja.

Geir hófst handa við endurbygginguna og lauk við að byggja upp handrið brúarinnar sl. sumar. Honum entist ekki aldur til að ljúka við brúarvængina því hann lést 6. nóvember sl. áttræður að aldri.

Sigvaldi Arason tók þessar myndir af Geir við brúna 23. júlí 2005. Guðmundur A. Arason sendi myndirnar og þessar upplýsingar. Brúin var byggð 1931 af Sigfúsi Kristjánssyni brúasmið.