Fréttir
  • Vestmannaeyjar

Athugun á rannsóknargögnum v. vegganga til Vestmannaeyja

21.3.2006

Sérfræðingar hafa, að beiðni Vegagerðarinnar, farið yfir fyrirliggjandi rannsóknargögn vegna hugmynda um veggöng milli lands og Eyja, og skilað meðfylgjandi skýrslu.

Gerð er grein fyrir almennum aðstæðum til gangagerðar milli Vestmannaeyja og lands í ljósi nýjustu rannsókna sem farið hafa fram á svæðinu. Þar eru viðamestar rannsóknir ÍSOR sem fram fóru sumarið 2005 og skýrsla þar um sem kom út í nóvember 2005.

Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir ÍSOR beindust fyrst og fremst að hugsanlegri gangaleið í bergi frá Heimaey og í beina línu til NNA að landi og komið upp á vestanverðum Landeyjarsandi. Í þessari
greinargerð er sjónum beint að sömu gangaleið sem er um 18,1 km löng í bergi milli Eyja og lands, með gangamunna í Hánni á Heimaey og í landi um 1 km vestan við bæinn Kross á Landeyjarsandi. Göng af þessari lengd yrðu þriðju lengstu neðansjávargöng í heiminum og þau lengstu neðansjávar fyrir almenna umferð.

Athugun á rannsóknargögnum v. vegganga til Vestmannaeyja - Geotek - Sintef Janúar 2006