Fréttir
  • Snjóflóð við Múlagöng í maí
  • Snjóflóð við Múlagöng í maí

Snjóflóð í maí

féll yfir vegskála Múlaganga um helgina

9.5.2016

Vetur konungur lætur ekki að sér hæða, stígur ekki til hliðar jafnvel þótt kominn sé sumardagurinn fyrsti fyrir nokkru. Snjóflóð féll til dæmis um helgina í Ólafsfjarðamúla og fór yfir vegskála Múlaganga og fyllti áningarstað Vegagerðarinnar. Sjá myndir sem fylgja inn í fréttinni.

Flóðið var um 50-70 metra langt og fimm metra þykkt við vegskálann.
Eins og ávallt er mikilvægt fyrir vegfarendur að fylgjast vel með öllum aðstæðum, veðurspám og á heimasíðu Vegagerðarinnar.