Fréttir
  • Guðþór Sverrisson og valtarinn
  • Veghefill með valtara
  • Veghefill með valtara - eftir yfirferðina

Verktaki smíðar valtara aftan í veghefil

Reynist vel, minni lausamöl meiri þjöppun

28.4.2016

Verktaki í Stykkishólmi hefur smíðað valtara sem hengdur er aftan á veghefill. Þannig þjappast vegurinn um leið og heflað er og mun minni lausamöl verður eftir. Verktakinn telur þetta stærstu breytinguna á sínum langa veghefilsstjóraferli.

Síðastliðin þrjú ár hefur verið til umræðu að fá valtara aftan í veghefil en ekki hefur orðið af því fyrr en nú.  Það er búið að prófa að valta nýheflaða malarvegi með keflavaltara með góðum árangri en það er talsvert fyrirtæki og því er vilji til að prófa að vera með valtara á vegheflinum eins og gert er erlendis. 

Sjá myndband af heflinum vinna með því að smella hér.

YouTubelinkur

Guðþór Sverrisson verktaki í Stykkishólmi hefur smíðað valtara aftan í veghefil og er búinn að nota hann í þrjár vikur.  Eftir þessa stuttu notkun er hann mjög ánægður með árangurinn. Hann segist láta valtarann vera niðri á flotstillingu þegar hann fer upprifsferð til að þjappa efnið í holunum. Þegar efninu er dreift þá þrýsti hann valtaranum niður.  Við það þjappast efnið og það lokar vegyfirborðinu.  Með því að nota valtara verður vegyfirborðið ekki eins laust og mun minn lausamöl.  Einnig þjappast umferðarminni vegir meira en í einum hjólförum.

Guðþór hefur heflað síðastliðin 28 ár og segir að þetta sé stærsta breytingin sem hefur orðið á hans veghefilstjóraferli.