Fréttir
  • Vetrarráðstefnan 2016
  • Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri setti ráðstefnuna
  • Björn Ólafsson

Vel heppnuð Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar

haldin í fjórða sinn, nú í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ

13.4.2016

Fjórða Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í Reykjanesbæ 6. - 7. apríl og þóttist takast vel í alla staði. Fjöldi áhugaverðra erinda var haldin. Meðal fyrirlesara voru menn frá dönsku Vegagerðinni og frá Veidekke í Noregi. Nú má nálgast glærurnar sem fylgdu erindunum hér á vefnum.


Það var Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem setti ráðstefnuna og bauð ráðstefnugesti velkomna á Vetrarráðstefnu Vegagerðarinnar 2016. Auk 17 mjög áhugaverðra erinda var haldin sýning ýmissa fyrirtækja og þjónustuaðila bæði innandyra og fyrir utan Hljómahöllina.

Dagskrána og glærur sem fylgdu erindunum má nálgast hér á vef Vegagerðarinnar en þar er einnig fjöldi mynda frá ráðstefnunni og frá sýningunni.

Í ráðstefnulok voru Birni Ólafssyni færð blóm sem þakklætisvott fyrir undirbúning að ráðstefnunni og vel unnin störf í vetrarþjónustunni, þar sem hann lætur senn af störfum. Hann hefur staðið á bak við allar fjórar Vetrarráðstefnur Vegagerðarinnar á löngum ferli hjá stofnunni.