Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Aukin umferð í mars á höfuðborgarsvæðinu

Minni aukning en á Hringveginum

8.4.2016

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum marsmánuði jókst um 3,4 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er minni aukning en varð í mánuðinum á Hringveginum. Frá áramótum hefur umferðin aukist um ríflega fimm prósent.


Milli mánaða 2015 og 2016
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 3,4% í nýliðnum mars borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Þetta er heldur minni aukning en varð á Hringvegi, í sama mánuði, sjá eldri frétt þar umMest jókst umferðin um snið ofan við Ártúnsbrekku, eða um 6,0%, en minniháttar samdráttur varð um snið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk eða um 0,3%. 

Frá áramótum milli áranna 2015 og 2016
Það sem af er ári hefur umferð aukist um 5,1% frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári.

Vikudagsumferð
Það sem af er ári hefur er mest ekið á miðvikudögum, sem er óvanalegt sé horft til tveggja síðustu ára. En eins og árin á undan er minnst ekið á sunnudögum. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest á miðvikudögum eða um 9,5% en samdráttur upp á 1,0% hefur mælst á föstudögum.

Horfur út árið 2016
Horfur eru á að umferðin, á höfuðborgarsvæðinu, muni aukast um 4% árið 2016 borið saman við árið á undan.