Fréttir
  • Gróttuviti

Viti í hönnun í mars

Gróttuviti í hlutverki á HönnunarMars

11.3.2016

Gróttuviti tekur þátt í hönnunarmars að þessu sinni, hann er fyrirferðarmikill á Seltjarnarnesi þar sem 40 hönnuðir sýna í tilefni HönnunarMars meðan mánuðurinn stendur yfir. Ein sýningin er í Gróttuvita þar sem nemendur úr vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands sýna.

Gróttuviti er einn 104 vita í umsjá vitadeildar Vegagerðarinnar.

Gróttuviti 


Drifting Cycles - Níu nemendur úr vöruhönnunardeild LHÍ sýna verk sín í Gróttuvita. 

Sýningin stendur frá 11.-15. mars 

Opnun 11. mars kl. 12:30 

Sýningin er opin samkvæmt flóðatöflu: 11.03.16 - 12:30-15:30 / 12.03.16 - 13:30-16:30 / 13.03.16 - 14:00-17:00 / 14.03.16 - 15:00-18:00 / 15.03.16 - 16:00-19:00