Fréttir
  • Umferðin í febrúarmánuðum sl. ár
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Gríðarleg aukning á umferð á Hringveginum í febrúar

Umferðin heldur áfram að aukast mikið

2.3.2016

Umferðin í febrúar á Hringveginum hefur aldrei áður verið jafnmikil og í nýliðnum febrúarmánuði. Umferðin hefur heldur aldrei aukist jafnmikið á milli febrúarmánuða en umferðin reyndist 16,5 prósentum meiri í febrúar í ár en í febrúar í fyrra.

Milli mánaða áranna 2015 og 2016
Gríðarlega mikil aukning var í umferðinni, um 16 lykilteljara á Hringveginum, á milli febrúarmánaða 2015 og 2016, umferðin jókstu um 16,5%. Umferðin hefur aldrei aukist jafn mikið á milli febrúarmánaða eða verið jafn mikil frá upphafi mælinga, í febrúarmánuði - sjá súlurit. Mest jókst umferðin um Austurland eða um 24,2% en minnst um Vesturland eða um 13,9%. Ástæða þessarar miklu aukningar nú er að hluta til sú að umferðin í febrúar 2015 var í minna lagi. 

Samanburðartafla

Frá áramótum milli áranna 2015 og 2016
Umferðin hefur nú aukist um 14,8% frá áramótum. Þessi staða er einnig nýtt met miðað við árstíma. Umferðin hefur aukist mest um Austurland eða um 25,1% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 13,9%. Þótt umferð aukist minnst í og við höfuðborgarsvæðið þætti tæplega 14% aukning á því svæði gríðarleg aukning.

Umferð eftir vikudögum
Umferðin hefur aukist alla vikudaga en lang mest hefur aukningin orðið á sunnudögum eða heil 40,2%.  Ástæða þessarar miklu aukningar nú á sunnudögum er sú að mikill samdráttur var í umferðinni um þetta leyti á síðasta ári miðað við árið á undan.  Minnst hefur aukningin orðið á föstudögum eða 5,5%. Frá áramótum er mest er ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.

Horfur út árið 2016
Of snemmt er að gefa út spá um horfurnar á Hringvegi en óneitanlega eykur þessi byrjun á árinu líkur til þess að umferðin muni aukast talsvert mikið nú í ár.

Talnaefni.