Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Gríðarleg aukning umferðar í janúar á Hringveginum

Umferðin jókst í janúar um 13 prósent

4.2.2016

Umferðin í janúar 2016 reyndist 13 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er gríðarlega mikil aukning og hefur umferðin í janúar aldrei aukist jafnmikið og aldrei hafa fleiri bílar farið um mælisnið Vegagerðarinnar á Hringveginum í þessum mánuði. Rétt er þó að huga að því að umferðin í janúar í fyrra drógst saman frá árinu áður (á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi) og alla jafna eru sveiflur nokkrar eftir tíðarfarinu í janúar.


Umferðin í janúar

Umferð jókst mikið í janúar 2016 borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Umferðin jókst um 13%, sem er nýtt met, í tvennum skilningi, þ.e.a.s. umferð hefur aldrei aukist jafn mikið á milli janúar mánaða og umferðin sjálf hefur aldrei verið eins mikil, frá því að þessi samantekt hófst. Gamla metið í janúar var frá árinu 2009, en þá fóru 45.240 ökutæki að meðaltali á dag um sniðin 16 á Hringveginum en nýja metið er 48.985 ökutæki.  Þetta nýja met er því rúmlega 8% yfir því gamla frá árinu 2009. 


Umferðin jókst um tveggja stafa tölu á öllum landssvæðum en mest um Austurland eða rúmlega 26%, en hafa ber í huga að hlutfallslega lítil umferð er um Austurland borið saman við önnur svæði. Minnst jókst umferðin um höfuðborgarsvæðið en aukningin þar mældist samt sem áður rúmlega 11%, sem er gríðarlega hátt hlutfall.

Horfur út árið
Þessa miklu aukning nú í ár kann að einhverju leiti að skýrast út frá því að árið 2015 dróst umferðin lítillega saman í janúar m.v. árið á undan, um Suðurland og höfuðborgarsvæðið.  

Yfir háveturinn má líka búast við miklum sveiflum í umferð á Hringvegi, milli mánaða t.d. vegna veðurfars, þannig of snemmt er að segja til um í hvað mikla aukningu stefnir nú í ár.  Það verður því ath.vert að fylgjast með næstu mánuðum.

Samanburðartafla

Umferðin eftir vikudögum (sjá mynd hér fyrir ofan)
Umferðin jókst í öllum vikudögum fyrir utan föstudaga en á þeim dögum mældist 2,6% samdráttur.  Umferð jókst hins vegar mest á sunnudögum, enda mældist samdráttur á þeim dögum, á síðasta ári. 

Talnaefni.
Athugið: Um grófrýndar umferðartölur er um að ræða sem gætu tekið einhverjum breytingum síðar.