Fréttir
  • Umferðin eftir árum
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Mjög aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu í desember og 2015

umferðin 2015 jókst mikið eða um 4,2 prósent

6.1.2016

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,5 prósent í desember og hefur aðeins einu sinni áður aukist meira síðan þessar mælingar hófust 2005. Sama á við um umferðina allt árið, en hún jókst um 4,2 prósent frá árinu 2014 og hefur ekki aukist meira síðan á milli áranna 2006 og 2007. Umferð hefur ekki áður verið meiri en hún var á árinu 2015 um þessi mælisnið og heldur ekki um Hringveginn.


Milli mánaða 2014 og 2015
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,5% milli desembermánaða áranna 2014 og 2015. Líkt og á Hringvegi hefur aldrei orðið meiri auking milli desembermánaða síðan milli áranna 2006 og 2007, en þá jókst umferðin um 5,4%.  Umferðin hefur aldrei verið meiri í desember mánuði eins og raunin varð í nýliðnum mánuði, en samtals fóru um 136.570 ökutæki á sólarhring yfir sniðin þrjú. Nú hefur umferðin aukist um 1,3% að meðaltali milli áranna 2005 og 2015 í desember mánuðum. 

Milli ára 2014 og 2015
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,2% milli áranna 2014 og 2015. Aðeins einu sinni áður hefur umferðin aukist meira á milli ára, frá því að Vegagerðin hóf þessar mælingar, en það var á milli áranna 2006 og 2007 en þá jókst umferðin um heil 9,1%.  Heppilegra er að umferð aukist jafnt og þétt upp á uppbyggingu og viðhald vegakerfisins en ekki verður mikið við það ráðið. Ekki hefur umferð verið meiri á einu ári svo sem sjá má á línuritinu sem fylgir fréttinni og sama á við um umferðina á Hringveginum sem sjá má í þessari frétt

Umferð vikudaga 2014 og 2015
Umferðin jókst alla vikudaga, hlutfallslega jókst umferðin mest á miðvikudögum eða 5,3% en minnst varð aukningin á fimmtudögum eða 3,7%.  Umferðin er mest á föstudögum en minnst á sunnudögum.  Einkenni vikudagsumferðar helst því óbreytt á milli ára.