Fréttir
  • Umferðin eftir árum
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Metumferð í desember á Hringvegi

gríðarleg aukning umferðar árið 2015

5.1.2016

Umferðin um Hringveginn jókst mjög mikið í desember miðað við sama mánuð árið 2014 eða um ríflega 9 prósent. Umferðin hefur aldrei aukist jafnmikið milli desembermánaða áður. Umferðin árið 2015 jókst um heil 6,2 prósent sem er næst mesta aukning sem mælst hefur síðan 2005. Umferðin í heild hefur ekki verið meiri á Hringveginum áður og slær út árin frá því fyrir hrun.


Milli mánaða 2014 og 2015
Umferðin í nýliðnum desember varð 9,3% meiri en í sama mánuði árið 2014. Þrátt fyrir frekar rysjótta tíð þá hefur umferðin í desember aldrei aukist jafn mikið og nú á milli ára. Þessi mikla aukning varð til þess að nýtt met var slegið í desember umferð, því aldrei hafa fleiri ökutæki ekið yfir umrædda teljara Vegagerðarinnar og reyndin varð í nýliðnum desember.
Mest jókst umferðin um Suðurland eða um heil 18,0% en minnst varð aukingin um og við höfuðborgarsvæðið, sem mældist þó 6,5%.


Frá áramótum milli áranna 2014 og 2015
Nú liggur fyrir að umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum  jókst um 6,2% á milli ára. Þessi aukning er sú næst mesta, síðan Vegagerðin hóf þessa samantekt árið 2005. Eingöngu á milli áranna 2006 og 2007 hefur orðið meiri aukning á milli ára, en þá jókst umferðin um 6,8%.  Það er því ljóst að umferðin hefur aukist gríðarlega á síðast ári, miðað við það sem áður þekkist.


Samanburður


Umferð eftir vikudögum
Umferðin jókst hlutfallslega mest á miðvikudögum eða um 8,4% en minnst á laugar- og sunnudögum eða um 4,4%.
Langmest var keyrt á föstudögum og minnst á þriðjudögum.