Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu í nóvember

stefnir í nýtt metár 2015

8.12.2015

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í nóvember reyndist 5,6 prósentum meiri en í nóvember í fyrra. Aldrei hafa fleiri ökutæki farið um mælisniðin í nóvembermánuði áður. Þetta er sama þróun og á Hringveginum. Nú stefnir í enn eitt metárið umferðinni í ár á höfuðborgarsvæðinu.

Milli mánaða 2014 og 2015
Líkt og á Hringvegi var slegið nýtt met í umferðinni í nóvember á höfuðborgarsvæðinu en umferðin jókst um 5,6% á milli nóvember mánaða þ.a.l. hafa aldrei fleiri ökutæki verið á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nóvembermánuði.  Mest jókst umferðin á Reykjanesbraut, við Dalveg í Kópavogi eða 8,7%. Frá því í júní á þessu ári hefur umferðin aukist um meira en 4,5%, milli ára miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Það sem af er ári hefur umferðin aukist mest á milli júní mánaða eða um 8,1%.

Frá áramótum milli 2014 og 2015
Nú hefur umferðin aukist um 4,2% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári og hefur slík aukning, miðað við árstíma, ekki átt sér stað síðan árið 2007.  En árið 2007 hafði umferðin hins vegar aukist um 9,4% miðað við árstíma eða sem telst vera rúmlega tvisvar sinnum meiri aukning en nú er í kortunum.

Umferðin eftir vikudögum milli 2014 og 2015
Umferð hefur aukist hlutfallslega mest á sunnudögum eða um 5% en umferðin er jafnframt minnst þá daga einnig. Hlutfallslega minnst hefur umferðin aukist á föstudögum, eða um 3%, en umferðin er alla jafna mest á þeim dögum.

Horfur út árið
Hegði veðrið sér líkt og í meðalári og umferðin líkt og það sem hún hefur gert, það sem af er ári, gerir reiknilíkan Vegagerðarinnar ráð fyrir því að umferðin geti aukist talsvert í desember eða um rúmlega 7%.  Gangi slík aukning eftir þá mun umferðin þetta árið aukast um 4,5% miðað við síðasta ár. Hvað sem gerist verður að telja það afar líklegt að árið 2015 í heild verði mun stærra en metárið 2014, því umferðin í desember má vera 47,6% minni en hún var í sama mánuði á síðast ári til að fella gamla metið. 

Talnaefni