Fréttir
  • Holtavörðuheiði - úr-safni

Áætlun um lokanir vega vegna veðurs

listi yfir áætlanir

7.12.2015

Í samráði við Lögregluna og björgunarsveitir hefur verið ákveðið að loka mjög mörgum vegaköflum vegna óveðursins sem kemur síðar í dag mánudag 7. desember. Ljóst er að ekkert ferðaveður verður og því öruggara að loka vegum áður en í óefni stefnir. Fyrsta lokunin verður við Hvolsvöll og Jökulsárlón um hádegi. Sjá nánar lista yfir áætlaðar lokanir.

Athugið að þetta er áætlun og líklegt að einhverjar tímasetningar gætu breyst.

Allur akstur er bannaður á þessum leiðum með lokanir standa yfir.

Hér eru varðúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki (pdf) - mynd neðst í þessari frétt. 

Tillaga að lokun / opnun  fjallvega 7. - 8.  desember 2015
Þjón.stöðvar Leiðir Áætluð lokun Áætluð opnun
Ólafsvík
Fróðaárheiði 18:00 Að morgni þriðjudags
Vatnaleið 18:00 Að morgni þriðjudags
Búðardalur
Brattabrekka 16:00 Kl. 15:00 þriðjudag
Svínadalur 17:00 Kl. 15:00 þriðjudag
Patreksfjörður
Klettháls 18:00 Ath kl. 12:00 þriðjudag
Kleifaheiði 18:00 Ath kl. 12:00 þriðjudag
Hálfdán 18:00 Ath kl. 12:00 þriðjudag
Ísafjörður
Gemlufallsheiði 18:00 Ath kl. 12:00 þriðjudag
Súðavíkurhlíð
Samráð við Snjóflóðaeftirlitið
Hólmavík
Steingrímsfjarðarheiði 17:00 Kl. 15:00 þriðjudag
Þröskuldar 17:00 Kl. 15:00 þriðjudag
Hvammstangi
Holtavörðuheiði 16:00 Kl. 15:00 þriðjudag
Sauðárkrókur Blönduhlíð 16:00
Vatnsskarð 16:00 Að morgni þriðjudags
Þverárfjall 16:00 Að morgni þriðjudags
Siglufjarðarvegur 16:00 Samráð við Snjóflóðaeftirlitið
Akureyri
Ólafsfjarðarmúli
Samráð við Snjóflóðaeftirlitið
Öxnadalsheiði 16:00 Að morgni þriðjudags
Víkurskarð 16:00 Að morgni þriðjudags
Húsavík
Mývatnsöræfin 16:00 Að morgni þriðjudags
Þórshöfn
Hólsheiði 16:00 Að morgni þriðjudags
Hófaskarð 16:00 Að morgni þriðjudags
Brekknaheiði 16:00 Að morgni þriðjudags
Vopnafjörður
Sandvíkurheiði 16:00 Að morgni þriðjudags
Vopnafjarðarheiði 16:00 Að morgni þriðjudags
Fellabær
Mörðudalsöræfi 16:00 Að morgni þriðjudags
Vatnsskarð eystra 16:00 Að morgni þriðjudags
Fjarðarheiði 16:00 Að morgni þriðjudags
Reyðarfjörður
Fagridalur 16:00 Að morgni þriðjudags
Oddskarð 16:00 Að morgni þriðjudags
Reyðarfjörður - Höfn 14:00 Að morgni þriðjudags
Höfn
Reyðarfjörður - Höfn 14:00 Að morgni þriðjudags
Jökulsárlón 12:00 Kl. 10:00 þriðjudag
Vík
Mýrdalssandur 12:00 Kl. 10:00 þriðjudag
Vík - Markarfljót 12:00 Kl. 10:00 þriðjudag
Selfoss
Hellisheiði og Þrengsli 15:00 kl. 10:00 Þriðjudag
Suðurstrandarvegur 15:00 kl. 14:00 þriðjudag
Lyngdalsheiði 15:00 kl. 12:00 þriðjudag
Hvolsvöllur 12:00 kl. 8:00 þriðjudag
Hvolsvöllur - Þjórsá 18:00 kl. 8:00 þriðjudag
Þjórsá - Selfoss 19:00 kl. 9:00 þriðjudag
Hafnarfjörður
Kjalarnes 15:00 Að morgni þriðjudags
Mosfellsheiði 15:00 kl. 12:00 þriðjudag
Reykjanesbraut 18:00 kl. 05:00 þriðjudag
Grindavíkurvegur? 18:00 kl. 05:00 þriðjudag
Borgarnes
Hafnarfjall 21:00 Að morgni þriðjudags

Varúðarviðmið fyrir stór ökutæki