Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Enn slegið met í umferðinni

stefnir í að 2015 verði metár

1.12.2015

Aldrei áður hefur mælst meiri umferð um 16 lykilteljara á Hringveginum í nóvembermánuði. Umferðin jókst um tæp sex prósent frá því í sama mánuði í fyrra. Nú lítur út fyrir að umferðin í ár verði um sex prósentum meiri en hún var í fyrra þ.e.a.s. stöðvi veðrið ekki ökumenn í desember.

Milli mánaða 2014 og 2015
Umferð jókst um 5,9% milli nóvembermánaða.  Þessi aukning varð til þess að enn eitt metið, í umferðinni frá árinu 2007, var slegið en aldrei hefur umferðin mælst eins mikil í nóvember mánuði og í nýliðnum mánuði.  Samtals fóru að jafnaði rúmlega 54 þús. ökutæki yfir mælisniðin 16 í mánuðinum. Umferð í nóvember hefur þá vaxið um 1,8%, að jafnaði frá árinu 2005 til 2015. Mest jókst umferðin um Austurland eða 12,9% en minnst um Suðurland eða 1,9%.

Frá áramótum milli áranna 2014 og 2015
Frá áramótum hefur umferðin vaxið um 5,9% m.v. sama tímabil á síðasta ári. Mest hefur umferðin aukist um mælisnið á Austurlandi eða um 13,8% en minnst um mælisnið við höfuðborgarsvæðið eða um 4,4%.


Samanburður
Umferð eftir vikudögum milli áranna 2014 og 2015
Umferðin hefur aukist alla vikudaga en hlutfallslega mest á þriðjudögum eða um 7,6% en minnst á sunnudögum eða um  3,8%. Umferðin er að jafnaði mest á föstudögum en minnst á þriðjudögum. Umferðin á fimmtudögum er næst meðalumferðinni.

Horfur út árið 2015
Vandi er að spá fyrir umferðina í vetrarmánuðum þar sem veðrið skiptir mestu máli.  Ef tíðin og umferðin hegðar sér líkt og í meðalári gæti umferðin aukist talsvert í desember miðað við sama mánuð á síðasta ári og heildaraukning ársins numið rúmlega 6%.

Talnaefni