Fréttir
  • Þórir Ingason Vegagerðinni
  • Salurinn
  • Sarpurinn

Fjölbreytt efni vakti athygli

mikill áhugi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

3.11.2015

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 14. sinn í liðinni viku og var fjölbreytt að vanda. Nokkur erindi af þeim 20 sem haldin voru vöktu töluvert mikla athygli. Rannsóknaráðstefnan fjallar enda um margvísleg mál sem þó öll á einn eða annan hátt tengjast vegagerð, hafnarframkvæmdum eða samgöngum almennt. Um 170 manns voru skráð á ráðstefnuna að þessu sinni.


Ágrip erindanna 20 voru komin á vef Vegagerðarinnar en nú hafa nær öll erindin, eða glærurnar sem þeim fylgdu verið birt á vefnum. Sjá hér um 14. rannsóknaráðstefnuna

Mesta athygli vöktu erindi um kortlagningu þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands sem Ragnhildur Gunnarsdóttir hjá Eflu flutti og erindi um aðstæður fyrir sjálfakandi bíla á Íslandi en að baki þeirri rannsókn stendur Sverrir Bollason VSÓ.

RÚV Sjónvarp fjallaði um salernismálin og um sjálfakandi bíla. Stöð fjallaði líka um kortlagningu salerna og um aðstæður fyrir sjálfakandi bíla. Mbl.is sagði líka margar fréttir af ráðstefnunni, fjallaði um Básendaflóðið, salernismálin, sjálfakandi bílana og um aðgengi fatlaðra að samgöngumannvirkjum. Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fjallaði einnig um Básendaflóðið (á mín 2:03:25) og sjálfakandi bíla.

Smellið á textann hér að ofan til að lesa eða horfa á fréttirnar og síðan hér til að komast að ágripum og glærum um öll erindin 20. 

Næsta ráðstefna verður að ári og er öllum opin.