Fréttir
  • Brúin yfir Eldvatn
  • Brúin yfir Eldvatn
  • Brúin yfir Eldvatn
  • Brúin yfir Eldvatn
  • Brúin yfir Eldvatn

Brú á Eldvatn - rannsóknir í gangi

möguleikar til framtíðar skoðaðir

29.10.2015

Vegagerðin hefur frá því Skaftárhlaupi lauk staðið í athugunum á ástandi brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum. Rof á eystri bakka hefur leitt þess að brúin hefur skekkst og hefur það áhrif á burðarþol brúarinanr. Mikið rennsli hefur komið í veg fyrir dýptarmælingar í farvegi árinnar sem nauðsynlegt er að vinna áður en hægt er að taka ákvörðun um framhaldið. Samhliða þessu er skoðaður sá möguleiki að opna brúna fyrir léttari umferð og undirbúningur er í gangi um athugun á nýju brúarstæði.

Brú á Eldvatn - staðan 29. október 2015
Vegagerðin hefur frá því Skaftárhlaupi lauk staðið í ýmsum athugunum á ástandi núverandi brúar yfir Eldvatn hjá Ásum og rannsóknum á jarðfræði svæðisins. Mikið rof á austurbakka farvegarins hefur leitt til þess að brúin hefur skekkst í þeim atburðum sem áttu sér stað og hefur það áhrif á burðarþol hennar. 

Vegagerðin telur að við flóð muni eystri árbakkinn halda áfram að rofna og jafnvel án þess að til stórs Skaftárhlaups komi. Ekki þarf mikið rof til viðbótar til þess að austurstöpullinn falli niður. Til þess að fá nánari upplýsingar um farveg árinnar hefur verið undirbúin dýptarmæling í honum, en ekki hefur verið unnt að gera þær mælingar vegna þess hve rennsli árinnar hefur verið mikið.

Samhliða þessum rannsóknum er verið að skoða möguleika á að opna núverandi brú fyrir léttari umferð til skemmri tíma. Nauðsynlegt er að vakta austurbakka árinnar og hreyfingar brúarinnar til að tryggja öryggi vegfarenda verði hún opnuð fyrir léttri umferð.

Þar sem Vegagerðin telur að núverandi brú muni ekki standast stærri flóð er einnig verið að undirbúa athugun á nýju brúarstæði yfir Eldvatn.


Myndband frá flóðinu dagana 2.-4. október (Smellið hér á textann ekki á myndina):

Brúin yfir Eldvatn