Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2014

Spennandi rannsóknaráðstefna á föstudag

skráningu lýkur í dag miðvikudag

28.10.2015

Mörg áhugaverð erindi verða flutt á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 30. október. Enn er hægt að skrá sig en það er gert rafrænt og er mögulegt í allan dag, miðvikudaginn 28. október. Erindin eru af ýmsum toga enda rannsóknarstarf sem Vegagerðin styrkir margþætt og áhugasviðin mörg. 


Kynningarnar á rannsóknaverkefnum snerta flest svið mannlífsins og samgagna svo sem sjá má dæmi um hér fyrir neðan, en alla dagskrána má sjá hér og einnig ágrip af flestum fyrirlestrunum:

  • Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands - Staða mála í nágrannalöndunum og á Íslandi
  • Aðstæður fyrir sjálfakandi bíla á Íslandi
  • Skaftárhlaup í beinni útsendingu
  • Vegir og ferðaþjónusta
  • Aðgengi fatlaðs fólks að samgöngumannvirkjum
  • Líkan um endingu hálkusalts