Fréttir
  • Skrifað undir: Frode M. Nilsen framkvæmdastjóri LSN og Hreinn Haraldsson vegmálastjóri
  • Skrifað undir: Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar útdeilir samningnum og því sem honum fylgir
  • Skrifað undir. Vottar Rögnvaldur Gunnarsson Vegagerðinni og Teitur Ingi Valmundsson LNS Saga á Íslandi og Frode M. Nilsen og Hreinn Haraldsson
  • Samningurinn handsalaður: Frode M. Nilsen framkvæmdastjóri LSN og Hreinn Haraldsson vegmálastjóri

Skrifað undir vegna framkvæmda á Bakka

Vegagerðin og Leonhard Nilsen & sønner AS

15.10.2015

Miðvikudaginn 14. október var skrifað undir samning Vegagerðarinnar og Leonhard Nilsen og sønner AS frá Noregi um byggingu jarðganga undir Húsavíkurhöfða við Húsavík ásamt vegskálum og vegagerð. LNS AS voru lægstbjóðendur í tilboði sem var opnað 15. september sl.

Framkvæmdir eru þegar hafnar en verkinu á að ljúka í ágúst 2017. Um er að ræða jarðgöng undir Húsavíkurhöfða við Húsavík, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Göngin verða 10,8 m breið, 943  m löng  í bergi, styrkingu ganga, rafbúnað þeirra, um 49 m langa steinsteypta vegskála  og um 2,1 km langa vegi.

LNS AS áttu lægsta boðið upp á 2.840 milljónir króna en áætlaður verktakakostnaður er 2.804 milljónir króna. Sjá niðurstöðu útboðsins.