Fréttir
 • Ólöf Nordal sprengir
 • Innanríkisráðherra, fulltrúi Metrostav og vegamálastjóri
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðarbyggðar
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Guðmundur Ólafsson Suðurverki
 • Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum
 • Verktakinn á hrúgunni eftir sprengingu
 • Á hrúgunni eftir sprengingu

Slegið í gegn

í Norðfjarðargöngum

25.9.2015

Verktakinn í Norðfjarðargöngum Suðurverk hf. og Metrostav a.s. fengu innanríkisráðherra Ólöfu Nordal til að slá í gegn í göngunum í dag föstudaginn 25. september. Með vegamálastjóra sér við hlið þrýsti ráðherra á rauðan hnapp og við glumdi mikil sprenging fyrir framan vel á annað hundrað gesta í miðjum göngunum. Allir voru þó í ríflega öruggri fjarlægð.


Það var Guðmundur Ólafsson sem stýrir verkinu fyrir Suðurverk sem bauð viðstadda velkomna. Hann benti á að þessi síðasta sprenging hefði verið sú 1.651 í röðinni af sprengingum frá því að verkið hófst fyrir rúmum 22 mánuðum síðan. Mikil vinna er þó eftir við að lokastyrkja göngin, vinna við klæðningar, lagnir, rafbúnam veginn í göngunum og fyrir utan, steypa vegskála o.s.frv. En skila á göngunum fullbúnum 1. september 2017. Guðmundur fór yfir að göngin væru 7.566 m og vegskálar verða 342 m auk 7,4 km af vegum fyrir utan göng. Hann upplýsti að notað hefði verið 1.240 tonn af sprengiefni til að komast í gegn.

Eftir að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafði sprengt síðustu sprenginguna sagði hún að ótrúlegt væri að vera kominn á jafnsléttu á þennan stað. Hafa verður í huga að vegurinn yfir Oddskarð liggur hátt og er ekki alltaf mjög árennilegur. Ólöf upplýsti einnig að hún hefði óskað eftir því að Vegagerðin kannaði hvort mögulegt væri að flýta framkvæmdum þannig að opna mætti heldur fyrr fyrir umferð en 1. september 2017..

Vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson, vildi engu lofa öðru en að málið yrði skoðað af alvöru. Hann sagði hinsvegar að það væru þrenn stór tímamót í allri gangagerð. Við fyrstu sprengingu þegar ljóst væri að ekki yrði aftur snúið og auðvitað við vígslu mannvirkjanna en þetta væru tímamót verktakans, þegar slegið væri í gegn. Það væru mikil tímamót því þá væri hinni stóru áhættu í verkinu lokið, áhættunni um það hvað leyndist í fjallinu. Hann og Ólöf þökkuðu verktökunum fyrir og lofuðu allt þeirra verk í Norðfjarðargöngum sem og aðrir sem til máls tóku við athöfnina..