Fréttir
  • Heildarumferð í kringum Fiskidaginn mikla 2015

Fiskidagurinn mikli á Dalvík, stóraukin umferð

10.8.2015

Talsvert meiri umferð ökutækja var til og frá Dalvík í kringum Fiskidaginn mikla, m.v. undanfarin ár. Umferðardeild Vegagerðarinnar áætlar, m.v. magn ökutækja, að um 30 þúsund manns hafi komið við á Dalvík frá föstudegi til sunnudags um nýliðna fiskidagshelgi. Umferðin, til og frá Dalvík þetta árið, jókst um rúmlega um 17,6% m.v. árið á undan en þetta er næst mesti fjöldi ökutækja, sem mælst hefur um þessa helgi, frá því að Umferðardeild Vegagerðarinnar hóf þessa samantekt árið 2008, sjá meðf. línurit.