Fréttir
  • Meðalumferð í höfuðborginni skipta á vikudaga til júlí 2015
  • Umferð og vísitala til júlí 2015

Stóraukin umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí

7.8.2015

Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst mikið í nýliðnum júlí mánuði miðað við sama mánuð á síðasta ári, ef marka má þrjú mælisnið Vegagerðarinnar innan höfuðborgarsvæðisins, en aukingin varð um 7,4%. Þessi aukning verður samhliða mikilli aukningu í umferð á Hringvegi en oft hefur mikil aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu leitt af sér minni aukningu á Hringvegi og svo öfugt. Þessi mikla auking nú er því athyglisverð.


Milli mánaða 2014 og 2015
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 7,4% milli júlí mánaða.  Þetta er mesta aukning milli júlí mánaða frá því árið 2007.  Aldrei hafa fleiri ökutæki mælst í júlí mánuði en alls fóru rúmlega 140 þúsund ökutæki daglega um mælisniðin þrjú. Það vekur athygli að svona mikil aukning verði bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Hringvegi á sama tíma.

Það sem af er ári 2014 og 2015
Nú hefur umferðin um höfuðborgarsvæðið aukist um 3,3%, það sem af er ári, miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er nákvæmlega sama staða og var uppi, á síðasta ári, en þá hafði umferðin einmitt aukist um sama hlutfall miðað við árið 2013.

Umferð, það sem af er ári,  eftir vikudögum
Umferðin hefur aukist alla vikudaga en hlutfallslega mest á þriðju- og miðvikudögum eða um 4,1%.  Minnst hefur umferð aukist á föstudögum eða 1,5%.   Mikil aukning í umferð á virkum dögum kann að gefa vísbendingu um aukin umfsvif í atvinnulífinu. Umferðin er mjög svipuð á virkum dögum en þó er að jafnaði mest ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.  Helgarumferð er að jafnaði mun minni en á virkum dögum sbr. meðf. stöplarit.

Horfur út árið 2015
Þegar sjö mánuðir er liðnir af árinu stefnir í að umferðin um höfuðborgarsvæðið gæti aukist um 3,5%, ef marka má þessi þrjú mælisnið.  Slík aukning yrði í nokkuð góðu samræmi við hagvaxtaspár Seðlabanka Íslands, sbr. meðf vísitölurit.

 Ath. allar umferðartölur, fyrir árið 2015, eru eingöngu grófrýndar og gætu því tekið breytingum við síðari yfirferð.