Fréttir
  • Strandavegur Bjarnafjarðarháls

Strandavegur (643) um Bjarnarfjarðarháls í Kaldrananeshreppi, Drangsnesvegur - Svanshóll.

Kynning á framkvæmdu á Strandavegi um Bjarnafjarðarháls

30.6.2015


Vegagerðin kynnir hér með framkvæmdir á Strandavegi um Bjarnarfjarðarháls í Kaldrananeshreppi, á kaflanum milli vegamóta Strandavegar/Drangsnesvegar syðri (645-01)  í Steingrímsfirði og Svanshóls í Bjarnarfirði. 

Fyrirhugað er að ný- og endurbyggja um 7,3 km langan vegkafla og byggja nýja tvíbreiða brú á Bjarnarfjarðará.

Áætluð efnisþörf í framkvæmdina er um 181.000 m3. Stór hluti efnis mun koma úr vegskeringum, eða um 160.000 m3, en það sem upp á vantar verður tekið úr þremur námum í nágrenni framkvæmdasvæðisins, þ.e.: námu utan Hálsgötu ofan Drangsnesvegar í Steingrímsfirði, áreyrum Bjarnarfjarðarár og Hallardalsá í Bjarnarfirði.  

Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist sumarið 2015 og þeim ljúki haustið 2017.