Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Met í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í maí

enn heldur umferðin áfram að aukast

8.6.2015

Umferðin á höruðborgarsvæðinu jókst um 1,8 prósent frá sama mánuði í fyrra og er það nýtt met og ekki hefur áður mælst jafn mikill umferðarþungi í maí mánuði. Umferðin fyrstu fimm mánuðina hefur aukist um 1,5 prósent og útlit er fyrir um tveggja prósenta aukningu í ár á höfuðborgarsvæðinu,.

Milli mánaða
Nýtt met var slegið í umferðinni í nýliðnum maí. Aldrei hefur meiri umferð mælst í maí mánuði, frá því að mælingar Vegagerðarinnar hófust. Umferðin í nýliðnum maí reyndist 1,8% meiri en í sama mánuði síðasta árs.  Þessi aukning er í samræmi við meðaltalsaukningu í maí mánuði milli áranna 2005 - 2014.

Frá áramótum
Nú hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um 1,5%, miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Umferð vikudaga
Það sem af er ári hefur umferðin aukist alla vikudaga fyrir utan sunnudaga en 0,8% samdráttur hefur mælst þá daga. Umferðin hefur aukist mest á miðvikudögum eða 4,3%. Sunnudagar eru að jafnaði umferðarminnstu dagar vikunnar en þriðjudagar til föstudaga þeir stærstu, á höfuðborgarsvæðinu.

Horfur út árið
Nú eru horfur á því að umferðin gæti aukist um 2% árið 2015, miðað við árið 2014.  Verði aukning í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu nú í ár, eins og allt stefnir í, verður slegið nýtt umferðarmet slegið í ár.

Talnaefni