Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið

Aukin umferð í maí á Hringveginum

mikil aukning í maí en minni frá áramótum

1.6.2015

Umferðin í maí jókt mjög mikið eða um 6,3 prósent. Og hafa þá aldrei fleiri bílar ekið um mælisnið Vegagerðarinnar á Hringveginum í maímánuði. Frá áramótum hefur umferðin þó aukist mun minna eða um 1,5 prósent.

Milli mánaða 2014 og 2015
Umferð jókst mjög mikið milli maímánaða eða um 6,3%.  Þessi mikla aukning varð til þess að aldrei hafa fleiri bílar ekið yfir 16 mælisnið Vegagerðarinnar á Hringvegi, í maí mánuði. Umferðin, í nýliðnum maí, var 3,9% meiri en árið 2008, en það ár hafði maí umferðin mælst mest fram til þessa.  

Nú er svo komið að umferðin í maí mánuði hefur vaxið árlega um 4,0%, frá árinu 2011. Umferðin jókst á öllum landssvæðum en mest jókst hún um Austurland eða 19,3% (ath. að það er lítil umferð yfir mælisnið á Austurlandi) en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 3,4%.

Frá ármótum milli áranna 2014 og 2015
Þrátt fyrir mikla aukningu milli maímánaða hefur umferðin aðeins aukist um 1,5%, á Hringvegi frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er mun minni aukning en á sama tíma milli áranna 2014 og 2013, en þá hafði umferðin aukist um 4,8%. 

Umferð hefur aukist á öllum landssvæðum, frá áramótum, en mest um Austurland, eða 12,8% og minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 0,5%.

Samanb-mai

Umferð eftir vikudögum milli áranna 2014 og 2015
Líkt og fyrr er umferðin að aukast alla virka daga og hlutfallslega langmest á mánudögum, það sem af er ári. Að loknum apríl voru bæði laugardagar og sunnudagar með minni umferð miðað við árstíma en að loknum maí mánuði þá hefur umferðin aukist það mikið á laugardögum að hún komin upp fyrir meðalumferðina fyrir sama vikudag á síðasta ári.  Meðalumferð á sunnudögum er enn undir meðaltali síðasta ári, en bilið hefur minnkað. Sjá mynd hér að neðan.

Horfur út árið 2015
Umferðin það sem af er ári hefur hegðað sér óhefðbundið miðað við síðustu ár, því hefur verið erfitt að segja til um þróunina, fram til þessa.  Umferðin á næstu mánuðum sker klárlega úr um það hvort það verði auking nú í ár og hversu mikil hún verður.  En að svo komnu er allt útlit fyrir að umferð muni aukast nú í ár. Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um eins prósents aukningu á Hringvegi nú í ár miðað við síðasta ár.  Þetta verður að teljast hófleg aukning og undir meðaltali síðustu ára þar sem umferðin hefur aukist að meðaltali um 1,3% frá árinu 2005 til 2014.

Talnaefni.

Umferðin eftir vikudögum